fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Hernaðarsérfræðingur skýrir stöðuna á nokkrum vígstöðvum í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 08:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu vikum hafa hvorki úkraínski né rússneski herinn náð miklum árangri á vígvellinum. En það þýðir ekki endilega að ekkert sé að gerast þar.

Jótlandspósturinn fékk Esben Salling Larsen, hernaðarsérfræðing, til að fara yfir stöðuna á þremur átakasvæðum í landinu.

Hvað varðar stöðuna í Kherson sagði hann að þar sé enn barist um yfirráð yfir héraðinu og samnefndri borg. Ef horft sé á kort þá sjáist að ekki hafi orðið miklar breytingar á stöðu herjanna á síðustu vikum, eða síðan úkraínski herinn náði stóru landsvæði norðan við Kherson-borg á sitt vald.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að rússneskar hersveitir séu að styrkja varnarlínur sínar með jarðsprengjum og gaddavír.

Larsen benti á að Úkraínumenn hafi verið mjög opinskáir um að þeir ætli sér að ná Kherson úr höndum Rússa og sagðist því telja að þeir bíði bara eftir rétta augnablikinu til að láta til skara skríða af krafti. Hann sagðist þó telja að um 40% líkur séu á að stríðsaðilarnir séu báðir stopp á þessum vígstöðvum og geti ekki sótt fram eins og er.

Á Svatove-víglínunni, sem er í norðurhluta Luhansk, skjóta herirnir á hvorn annan daglega. Mest er um að vera við Svatove og Kreminna en Rússar eru með báða þessa bæi á sínu valdi en úkraínskar hersveitir eru ekki langt undan þeim. Larsen sagði að lítið annað sé að gerast á þessum vígstöðvum þessa dagana.

Í Donetsk hefur stríðið lengi verið öðruvísi en á öðrum vígstöðvum. Á sama tíma og Rússar hafa beðið ósigra í vestri og norðri hafa þeir með aðstoð málaliðahópsins Wagner getað haldið uppi stöðugum þrýstingi á úkraínskar hersveitir í og við bæinn Bakhmut og á svæðinu í kringum Avdiivka, sem er skammt vestan við stórborgina Donetsk sem Rússar hafa á sínu valdi.

En sókn Rússa við Bakhmut gengur hægt og er mjög mannskæð fyrir þá að mati vestrænna sérfræðingar Þeir segja að Rússar fórni mjög miklu fyrir að komast kannski ekki nema 100-200 metra áfram á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“

Óttast að frægasta ketti landsins hafi verið rænt – „Er fólk ekki i lagi, aumingja Diegó?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Í gær

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Í gær

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“