Þetta er mat Kyrolo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Hann sagði þetta í samtali við The War Zone.
Bardagar hafa staðið yfir í héraðinu síðustu vikur en hvorki Rússar né Úkraínumenn hafa gripið til stórra aðgerða þar enn sem komið er.
Budanov sagði að Rússar séu að endurskipuleggja her sinn í héraðinu. Þar eru að hans sögn um 40.000 rússneskir hermenn. Þar á meðal þeir best þjálfuðu og bardagareyndustu.