fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Iðraðist fyrir dómi eftir átök um eiginkonu sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 14:30

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og níu ára gamall maður játaði líkamsárás en var ekki gerð refsing fyrir Héraðsdómi Austurlands þann 25. október síðastliðinn. Átök um eiginkonu mannsins, sem jafnframt er barnsmóðir brotaþolans, komu hér við sögu.

Maðurinn, sem ekki hefur gerst brotlegur við lög áður, var ákærður fyrir að hafa ráðist á mann utandyra fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn og slegið hann tvö högg með handarbaki og flötum lófa í andlitið, með þeim afleiðngum að maðurinn hlaut nokkra áverka í andliti, sem og áverka á hljóðhimnu sem olli blæðingu í vinstra eyra.

Auk þess að játa brotið sýndi hinn ákærði iðrun yfir broti sínu fyrir dómi.

Um aðdraganda árásarinnar segir orðrétt í dómnum:

„Af gögnum verður helst ráðið að nokkur aðdragandi hafi verið að árás ákærða, þ. á m. að hann hafi hlaupið til þegar hann hafi séð eiginkonu sína á gangi um […], og að brotaþoli hafi verið þar nærri, en fyrir liggur að konan hafði þá skömmu áður óskað eftir aðstoð lögreglu. Eiginkonan er barnsmóðir brotaþola, og verður ráðið af gögnum að ágreiningur hafi verið með þeim um hríð um málefni barns þeirra. Liggur fyrir að ákærði fór í greint sinn að brotaþola í skyndi, og að þá hafi komið til. skammvinns atgangs og rifrildis með þeim og þá þannig að í fyrstu hafi höfuð þeirra rekist saman. Í kjölfarið hafí ákærði í tvígang slegið brotaþola tvö högg með handarbaki og flötum lófa í andlitið, með þeim afleiðingum sem lýst er ákæru, sbr. að því leyti efni áðurnefndra gagna frá sjúkrahúsi.“

Niðurstaða dómsins var sú að gera manninum ekki refsingu svo lengi sem hann haldi skilorð í tvö ár.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Í gær

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“