fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Drukknir nýliðar geta hugsanlega komið Rússum að gagni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 07:01

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússum tekst að þjálfa þá 300.000 menn, sem hafa verið kallaðir í herinn, getur það veitt þeim ákveðna yfirburði á hlutum vígvallarins í Úkraínu.

Þetta er mat Kristian Lindhart, majors og hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við TV2 sagði hann að ef Rússum takist að nýta þessa hermenn saman og marga í einu, eins og eigi að nota þá, geti það skipt máli þar sem þeir verða látnir berjast.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að herkvaðningunni sé lokið. Ef það er rétt þá eru Rússar nú hættir að neyða unga menn í herinn. Það hefur ekki gengið sérstaklega vel og hefur aðferðafræði stjórnvalda við herkvaðninguna verið gagnrýnd.

En þrátt fyrir þetta, þá geta þessir hermenn gert ákveðinn gæfumun á vígvellinum og þannig valdið Úkraínumönnum tjóni.

Myndbönd, sem hafa verið birt af herkvöddum mönnum, hafa mörg hver sýnt drukkna menn sem höfðu að því er virtist lítinn sem engan áhuga á að fara til Úkraínu að berjast.  Þess utan hafa borist fréttir af því að þeir fái lélegan búnað.

Lindhardt sagði að sumir af þeim, sem voru fyrst kvaddir í herinn, hafi verið nýttir til að fylla í skörð rússneskra hersveita á vígvellinum. Margir hafi fallið og aðrir hafi gefist upp. Þetta sé þó lítill hluti þeirra 82.000 herkvöddu hermanna sem búið sé að senda á vígvöllinn.

Lindhart sagði að með réttri þjálfun og samvinnu hermanna og þeirra herkvöddu geti þeir orðið sá liðsstyrkur sem Rússar þurfa til að halda svæðum á borð við austhluta Donbas eða Krímskaga. Hann sagðist þó telja að Rússar hafi ekki getu til að verja bæði þessi svæði og þurfi því að velja á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu