Þetta er mat embættismanns hjá bandaríska hernum. Hann sagði augljóst að Rússar hafi ekki lengur getu né vilja til að verja lykilsvæði sín og ef Úkraínumönnum takist að endurheimta Kherson þá sé raunverulegur möguleiki á að þeim muni á endanum takast að endurheimta Krím.
Úkraínski herinn hefur sótt fram víða á hernumdu svæðunum síðustu vikur og hefur náð miklu landi úr klóm Rússa í suður- og austurhluta landsins. Á mánudaginn var staðfest að úkraínski herinn væri farinn að sækja fram vestan við ána Dnipro í Kherson en það er eitt þeirra héraða sem Rússar innlimuðu í síðustu viku.
Sky News skýrir frá þessu.