fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Örvænting grípur um sig í Kherson – Embættismaður sagði varnarmálaráðherranum að skjóta sjálfan sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:59

Sergei Shoigu. Mynd:Kreml.ru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvænting virðist hafa gripið um sig á þeim svæðum sem Rússar hafa á valdi sínu í Úkraínu. Ástæðan er sókn úkraínska hersins sem hefur hrakið þann rússneska frá mörgum bæjum og borgum og náð stórum landsvæðum úr klóm Rússa.

Í Kherson er Úkraínumaðurnn Kirill Stremousov einn af æðstu embættismönnunum í leppstjórn Rússa. Hann er greinilega óttasleginn og ósáttur við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því nýlega sagði hann ráðherranum að taka eigið líf, skjóta sig.

Þetta gerði hann í myndbandi sem hann birti. Þar veitist hann harkalega að Shoigu og segir honum beint að skjóta sig.

Stremousov er eftirlýstur af úkraínskum yfirvöldum fyrir landráð og það skýrir hugsanlega hvers vegna hann er skelkaður. Hann vill ógjarnan lenda í höndum landa sinna.

Auk þess að hvetja varnarmálaráðherrann til að skjóta sjálfan sig úthúðar hann yfirmönnum rússneska hersins.

Staðan í stríðinu er nú greinilega þannig að menn eru byrjaðir að varpa sökinni á hver annan og ber þess vitni hversu mikil örvænting ríkir orðið varðandi gang stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“