Í Kherson er Úkraínumaðurnn Kirill Stremousov einn af æðstu embættismönnunum í leppstjórn Rússa. Hann er greinilega óttasleginn og ósáttur við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því nýlega sagði hann ráðherranum að taka eigið líf, skjóta sig.
Þetta gerði hann í myndbandi sem hann birti. Þar veitist hann harkalega að Shoigu og segir honum beint að skjóta sig.
Stremousov er eftirlýstur af úkraínskum yfirvöldum fyrir landráð og það skýrir hugsanlega hvers vegna hann er skelkaður. Hann vill ógjarnan lenda í höndum landa sinna.
Auk þess að hvetja varnarmálaráðherrann til að skjóta sjálfan sig úthúðar hann yfirmönnum rússneska hersins.
Staðan í stríðinu er nú greinilega þannig að menn eru byrjaðir að varpa sökinni á hver annan og ber þess vitni hversu mikil örvænting ríkir orðið varðandi gang stríðsins.