fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Nýjar upplýsingar í Ólafsfjarðarmálinu – Lögregla sinnti ekki útkalli daginn áður – Hinn grunaði var stunginn í fótinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. október 2022 15:00

Mynd sýnir sjúkrabíl og lögreglubíl koma á vettvang nóttina sem Tómas Waagfjörð lést.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV úr fleiri en einni átt hafði verið haft samband við lögreglu vegna átaka á heimili Tómasar Waagfjörð í Ólafsfirði sunnudaginn 2. október, daginn áður en hann var myrtur.  Lögregla sinnti ekki því útkalli. Íbúar á Ólafsfirði sem DV hefur rætt við segja að þetta minni á Barðavogsmálið, að því leyti að tilkynningu í aðdraganda voðaatburðar hafi ekki verið sinnt nægilega vel af lögreglu. Í Barðavogi var óskað eftir að hinn grunaði í málinu yrði fjarlægður vegna ofbeldishegðunar en við því var ekki orðið. Í Ólafsfjarðarmálinu snerist tilkynningin um meint framferði þolandans í málinu, Tómasar, en aðfaranótt mánudagsins, lét hann lífið í átökum sem urðu í íbúð í miðbæ Ólafsfjarðar, daginn eftir að hringt hafði verið í lögreglu og varað við meintu ofbeldisfullu framferði hans.

DV hefur ennfremur heimildir fyrir því að maður rétt yfir tvítugt og stúlka á 19. ári hafi komið á vettvanginn um 20 mínútum á undan lögreglu og sjúkraliði. Eiginkona Tómasar, en hún situr núna í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, gerði þá vart við sig og óskaði hjálpar. Ungi maðurinn hringdi í Neyðarlínuna sem hafði þá þegar upplýsingar um hnífstungu í Ólafsfirði og var sjúkralið og lögregla á leiðinni.

Samkvæmt heimildum DV var vettvangur mjög blóðugur en lífgunartilraunir á Tómasi voru hafnar áður en sjúkralið og lögregla kom á vettvang. Hafði Tómas verið stunginn í magann með áhaldi sem að öllum líkindum var eldhúshnífur. Lífgunartilraunirnar voru árangurslausar. Maður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, vinur eiginkonu Tómasar, var með stungusár á fæti. Ennfremur, samkvæmt heimildum DV, kom vitni á vettvang á undan sjúkraliði og lögreglu gerði að sárum mannsins. Konurnar tvær, húsráðandi og eiginkona Tómasar, voru ómeiddar en viti sínu fjær á vettvangi. Íbúar í nágrenninu lýsa því að önnur konan hafi komið alblóðug út á götu og verið handtekin þar.

Fyrir liggur að lögregla og sjúkralið höfðu ekki upplýsingar um heimilisfangið þar sem atburðurinn átti sér stað fyrir utan að atvikið væri á Ólafsfirði, fyrr en eftir símtal vitnis við Neyðarlínuna. Voru þá lögreglubílar og sjúkrabílar á leiðinni til Ólafsfjarðar.

Konurnar tvær og karlmaðurinn á vettvangi voru öll handtekin. Krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim öllum þremur en Landsréttur hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir húsráðandanum. Eru því eiginkona hins látna og vinur hennar, sem stunginn var í fótinn, í gæsluvarðhaldi . Ekki liggur fyrir hvort þeirra stakk Tómas né nánari upplýsingar um átökin. Fyrir liggur að rétt áður en voðaatburðurinn átti sér stað fór Tómas viti sínu fjær af reiði í íbúðina til að sækja eiginkonu sína. Sá vitni hann ganga að íbúðinni en heimili hans er í sömu götu.

Sjá nýjar upplýsingar í málinu: Eiginkona Tómasar látin laus úr haldi

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi