Það var farið um víðan völl í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld.
Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi hjá Athygli og Jakob Birgisson, uppistandari og hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, voru gestir hjá Guðmundi Gunnarssyni og fóru yfir helstu fréttir vikunnar.
Jakob lýsti yfir ánægju með tíðar ferðir landsmanna til Tenerife í kjölfar ummæla seðlabankastjóra í vikunni. Karen sagði aðdáunarvert að fylgjast með baráttuanda ungs fólks en menntskælingar stigu upp og mótmæltu fálegum viðbrögðum við alvarlegum kynferðisbrotum.