Þetta segir Sergey Radchenko, prófessor við Henry A Kissinger Center for Global Affairs og Johns Hpkins School of Advanced International Studies í grein í Foreign Affairs. Radchenko fæddist í Rússlandi en býr í Bandaríkjunum.
Hann segir að ef til valdaráns komi verði enginn skortur á mönnum sem vilja taka við af honum: „Klíka forsetans af höfðingjasleikjum, krísustjórnendum og „langar að verða arftaki hans“ er litríkur hópur. Það er „næstum öruggt“ að þeir sem standa honum næst „virða hver annan vel fyrir sér og hugsa um hugsanlegar sviðsmyndir.“
Hvað varðar hugsanlega arftaka Pútíns nefndi Radchenko eftirtalda til sögunnar:
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, er kerfiskarl af bestu ættum en með algjörlega vonlausan feril við herstjórn. Hver sá sem reynir að komast til valda þarfnast stuðnings hans.
Nikolai Petrushev, formaður rússneska öryggisráðsins, er stundum nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Pútíns en það telur Radchenko ólíklegt, þó ekki sé nema fyrir þá sök að hann er eldri en Pútín.
Dmitry Medvedev, fyrrum forseti, hefur tekið upp þjóðarmorðsorðræðu til að halda sér í leiknum en enginn tekur hann alvarlega að sögn Radchenko.
Hinn lævísi Vyacheslav Volodin, forseti þingsins, er heitur í þessu sambandi að sögn Radchenko og hann stýrir strengjabrúðu þinginu sem þarf að samþykkja nýjan forseta.
Mikhail Mishustin, tæknikrati og forsætisráðherra, er hugsanlega vanmetinn í þessu samhengi og gæti óvænt sigrað.
Sergei Kirienko, er einnig nefndur til sögunnar. Hann var áður fyrr frjálslyndur en er það ekki lengur. Pútín hefur falið honum yfirumsjón með hernumdu svæðunum í Úkraínu.
Viktor Zolotov, fyrrum lífvörður Pútíns og núverandi yfirmaður þjóðvarðliðsins, vonast hugsanlega til að taka við að yfirmanni sínum að mati Radchenko.
Það sama á við um Alexander Kurenkov, fyrrum lífvörð Pútíns og núverandi ráðherra neyðarmála.
Þá nefndi hann einnig til sögunnar Ramzan Kadyrov, einvald í Tjetjéníu og Yevgeny Prigozhin, náinn vin Pútíns og olígarka sem á hinn illræmda Wagnerhóp.
Radchenko bendir á allir hafi þessir menn blandast inn í innrásina í Úkraínu en þrátt fyrir það sé ekki víst að þeir hafi hug á að halda stríðsrekstrinum áfram: „Arftakar geta vel hegðað sér öðruvísi en forverarnir ef það hentar. Það þýðir að hugsanlegur eftirmaður Pútíns neyðist ekki til að halda sig við nýklassíska heimsvaldastefnu Pútíns. Ef Pútín verður bolað frá völdum þá mun arftaki hans líklega kenna Úkraínu um ákvarðanir Pútíns og reyna að byrja með hreint borð.“