Þetta sagði hún landsfundi Íhaldsflokksins í Birmingham í gær. The Guardian segir að Truss hafi sagt að Úkraínumenn séu ekki aðeins að berjast fyrir eigin öryggi, heldur fyrir öryggi okkar allra. Þetta sé barátta fyrir frelsi og lýðræði um allan heim.
Hún sagði að ekki eigi að láta undan þeim sem vilja semja um frið gegn því að Úkraína láti land af hendi. Með þessu sé verið að leggja til að Úkraínumenn greiði með lífi sínu fyrir tálsýn um frið. „Við munum standa með úkraínsku vinum okkar eins lengi og þörf krefur. Úkraína getur sigrað. Úkraína verður að sigra. Og Úkraína mun sigra,“ sagði hún.