The New York Times skýrir frá þessu og vitnar í heimildarmenn í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Blaðið segir að bandarískar leyniþjónustustofnanir telji að hluti af úkraínsku ríkisstjórninni hafi samþykkt tilræðið. Bandaríkin komu að sögn hvergi nálægt því.
Dugina var fréttamaður hjá rússneskri ríkissjónvarpsstöð og var velþekkt í Rússlandi. Hún studdi innrásina í Úkraínu af krafti.