fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á Darya Dugina í Moskvu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 11:32

Aleksandr og Darya Dugina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískar leyniþjónustustofnanir telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á rússneska þjóðernissinnanum Darya Dugina í Moskvu þann 20. ágúst. Hún var ráðin af dögum með bílsprengju. Ekki er þó talið að hún hafi verið skotmarkið, það hafi verið faðir hennar Aleksandr Dugin sem er þekktur menntamaður og er sagður einn helsti hugmyndasmiður Vladímír Pútíns, forseta.

The New York Times skýrir frá þessu og vitnar í heimildarmenn í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Blaðið segir að bandarískar leyniþjónustustofnanir telji að hluti af úkraínsku ríkisstjórninni hafi samþykkt tilræðið. Bandaríkin komu að sögn hvergi nálægt því.

Dugina var fréttamaður hjá rússneskri ríkissjónvarpsstöð og var velþekkt í Rússlandi. Hún studdi innrásina í Úkraínu af krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Í gær

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala