Þetta sagði hann í samtali við þýska tímaritið Spiegel. Hann sagðist hafa barist gegn Pútín í 20 ár: „Ég sagði alltaf að þessi stjórn myndi óhjákvæmilega verða fasísk ógn, ekki aðeins fyrir Rússland, ekki aðeins fyrir nágrannaríkin, heldur fyrir allan heiminn. Það hefði verið gott ef aðeins fleiri hefðu trúað þessu.“
Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki í of góðri stöðu til setja svona kröfu fram á hendur þeim sem enn eru í Rússlandi í ljósi þess að hann býr erlendis því hann hefur verið í pólitískri útlegð síðan 2013, sagði hann: „Þetta er stríð. Þú ert annað hvort öðrum megin eða hinum megin. Sérhver rússneskur borgari, þar á meðal ég, ber sameiginlega ábyrgð á þessu stríði, ef ekki persónulega ábyrgð. Í dag er Rússland fasískt einræðisríki, sem, á meðan við ræðum saman, fremur glæpi gegn mannkyni. Allir þeir sem búa enn í Rússlandi eru hluti af þessari stríðsmaskínu, hvort sem þeir vilja það eða ekki.“