fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024
Fréttir

Kasparov segir að þeir Rússar sem enn eru í Rússandi séu nú hluti af stríðsvélinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:00

Garry Kasparov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og andstæðingur Vladímír Pútíns, segir að „sérhver Rússi sem býr í Rússlandi núna sé hluti af stríðsvélinni“ og krefst þess að þeir sem vilja standa réttum megin yfirgefi Rússland.

Þetta sagði hann í samtali við þýska tímaritið Spiegel. Hann sagðist hafa barist gegn Pútín í 20 ár: „Ég sagði alltaf að þessi stjórn myndi óhjákvæmilega verða fasísk ógn, ekki aðeins fyrir Rússland, ekki aðeins fyrir nágrannaríkin, heldur fyrir allan heiminn. Það hefði verið gott ef aðeins fleiri hefðu trúað þessu.“

Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki í of góðri stöðu til setja svona kröfu fram á hendur þeim sem enn eru í Rússlandi í ljósi þess að hann býr erlendis því hann hefur verið í pólitískri útlegð síðan 2013, sagði hann: „Þetta er stríð. Þú ert annað hvort öðrum megin eða hinum megin. Sérhver rússneskur borgari, þar á meðal ég, ber sameiginlega ábyrgð á þessu stríði, ef ekki persónulega ábyrgð. Í dag er Rússland fasískt einræðisríki, sem, á meðan við ræðum saman, fremur glæpi gegn mannkyni. Allir þeir sem búa enn í Rússlandi eru hluti af þessari stríðsmaskínu, hvort sem þeir vilja það eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk
Fréttir
Í gær

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Í gær

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni