fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Hvað gerðist í Pisky-Radkivski? – Nágrannar heyrðu öskur allan sólarhringinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 06:41

Talið er að Rússar hafi rifið tennurnar úr fórnarlömbum sínum. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerðist í Pisky-Radkivski, sem er lítill bær við austurbakka Oskil árinnar í Úkraínu? Það er það sem lögreglan er nú að reyna að finna út úr.

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu bjuggu um 2.500 manns í bænum. Hann var hernumin af Rússum fljótlega eftir innrásina en 27. september náðu úkraínskar hersveitir bænum á sitt vald. Yfirvöld eru enn að reyna að ná yfirsýn yfir stöðuna í bænum.

Sergei Bolvinov, yfirmaður úkraínska öryggissveita í Kharkiv, segir að óhugnanlegir hlutir hafi komið í ljós í bænum. Hann segir að Rússar hafi pyntað og drepið fjölda fólks í bænum. Í gær birti hann hluta af sönnunargögnunum í færslu á Facebook.

„Nágrannarnir heyrðu öskur þaðan allan sólarhringinn. Lögreglumennirnir fundu hræðilega aftökustað í Pisky-Radkivski,“ skrifaði hann.

Hann birti meðal annars mynd af plastkassa, sem virðist vera nær fullur af gulltönnum, sem Rússar eru sagðir hafa skilið eftir.

Gasgríman sem fannst. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov

 

 

 

 

 

Einnig fannst gasgríma og stór titrari, sem líklega var notaður til að pynta fanga. Lögreglan hefur vitneskju um pyntingaraðferð Rússa þar sem fórnarlömbin eru grafin lifandi og að gasgríma sé sett á þau og klútur yfir hana áður en þau eru grafin.

Titrari fannst í húsinu. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov

 

 

 

 

 

Hann birtir einnig myndir og upptökur af því sem hann segir vera pyntingaklefa. Um kjallara er að ræða og er stálhurð fyrir. Rafmagnsleiðslur hanga niður úr loftinu. Úkraínsk númeraplata og merki úkraínsks hermanns sjást einnig.

Svo virðist sem Rússar hafi hreiðrað um sig á einkaheimili, fyrir ofan kjallarann, og notað það fyrir hermenn sína.

Á myndum sjást lyf og lækningabúnaður og úkraínskir einkennisbúningar.

Íbúar í bænum sögðu öryggissveitum og lögreglu að föngum hafi verið haldið í kjallaranum. Þetta hafi verið íbúar úr bænum, hermenn og liðsforingjar úr úkraínska hernum að sögn Bolvinov.

Hann segir að úkraínsk yfirvöld viti nöfn þeirra hermanna sem urðu fórnarlömb Rússa í bænum og hafi fundið yfirheyrsluskýrslu í húsinu. „Rannsakendur og saksóknarar eru að grafa upp staðreyndir um hvað gerðist þarna. Réttlætinu verður fullnægt,“ skrifar hann.

Pyntingarklefinn. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov
Rafmagnsleiðslur hanga úr loftinu. Mynd:Facebook / Sergej Bolvinov

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úkraínska varnarmálaráðuneytið fjallaði einnig um málið á Twitter: „Pyntingaklefi í Pisky-Radkivski. Tvær myndir. Gasgríma, sem var sett á höfuð fórnarlambanna og hulin með gömlum klút, síðan var fórnarlambið grafið lifandi. Kassi með gulltönnum. Lítið Auschwitz. Hversu margir svona staðir munu finnast á hernumdu svæðunum í Úkraínu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“