Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Svanhildi Hólm Valsdóttur, hjá Viðskiptaráði Íslands, að ein helstu rökin fyrir einkarétti ríkisins á sölu áfengis séu að með því sé verið að takmarka aðgengi að áfengi.
En þrátt fyrir þetta hefur útsölustöðum ÁTVR fjölgað mikið og afgreiðslutími þeirra hefur verið lengdur. Einnig hefur veitingastöðum, sem selja áfengi, fjölgað mikið og brugghús hafa fengi heimild til að selja „beint frá býli“. Einnig hafa áfengiskaup á Internetinu aukist mikið.
Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins, undir forystu Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, standa nú fyrir frumvarpi um að ÁTVR fái heimild til að selja áfengi alla daga ársins. Hún segir að einn megintilgangur frumvarpsins sé að halda sölunni í sérbúðum ÁTVR og auka þannig þjónustuna og koma í veg fyrir að salan færist yfir í almennar matvöruverslanir.