Þetta kemur fram í rússnesku útgáfu Forbes. Byggir blaðið þetta á viðtölum við nokkra heimildarmenn innan veggja Kremlar. Segja heimildarmennirnir að 600.000 til 1 milljón hafi yfirgefði Rússland síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna.
Strax eftir að hann tilkynnti um herkvaðninguna mynduðust langar raðir við margar landamærastöðvar og flugmiðar aðra leiðina rokseldust.
Það gerir reikningsdæmið þó aðeins flóknara að erfitt er að segja til um hverjir flýja land og hverjir fara sem ferðamenn.
Yfirvöld í Kasakstan skýrðu frá því á mánudaginn að 200.000 Rússar hefðu komið þangað frá 21. september.