fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Segir að svona geti stríðið endað – Pútín steypt af stóli og Rússland gliðnar í sundur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 06:01

Rússnesksinnaðir Úkraínumenn fagna Rússum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur síðustu daga reynt að herða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Hann ákvað að kalla 300.000 menn til herþjónustu og hefur haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum. En þessum hamagangi er ætlað að leyna þeirri staðreynd að Rússar eru að tapa stríðinu.

Í umfjöllun MailOnline segir að Pútín sé örvæntingarfullur. Her hans sé í tætlum, bardagaáætlanirnar einnig og hann sé langt kominn með að eyða varaliðshermönnum sínum og nú sé vetur að fara að skella á. Á sama tíma haldi sigurganga úkraínska hersins áfram og hafi opnað leið Úkraínumanna til sigurs í stríðinu. Það veki upp spurninguna um hvað gerist ef Rússar tapa?

Alp Sevimlisoy, hjá hugveitunni Atlantic Council, ræddi við MailOnline um hvað geti gerst ef Rússar tapa stríðinu.

Hann sagði að Pútín muni ekki standa ósigur af sér og að Rússland geti gliðnað í sundur og Vesturlönd muni þá etja kappi við Kína um að hirða leifarnar.

Hann sagði að Vesturlönd verði að fara að byrja að undirbúa sig undir þessa sviðsmynd, að öðrum kosti muni það opna dyrnar fyrir Kínverja til að láta að sér kveða á svæðum eins og Síberíu, Miðasíu, Afríku og Suður-Ameríku þar sem þeir séu nú þegar komnir með tærnar inn fyrir þröskuldinn. Þeir muni sjá sóknarfæri þegar áhrif Rússa þverra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“