Að sögn ISW eru þessir þrír hópar:
Herbloggararnir – Pútín hefur þörf fyrir þá til að kynna hugmyndir sínar fyrir þeim Rússum sem styðja innrásina í Úkraínu og þeim sem búa á þeim svæðum sem Rússar hafa innlimað.
Uppgjafahermenn – Pútín hefur þörf fyrir þá til að skipuleggja herferðir til að fá menn til að ganga í herinn.
Hinir svokölluðu „silovki“ – Pútín hefur þörf fyrir þá en þeir eru með eigin hersveitir sem geta stutt við bakið á hernum í stríðinu í Úkraínu. Ein slíkra er hin alræmdi Wagnerhópur.
ISW segir það lykilatriði fyrir stríðsrekstur Pútíns og tök hans á valdataumunum að gott samkomulag sé á milli hans og allra þessara þriggja hópa þjóðernissinna. En snurður hafa hlaupið á þráðinn að undanförnu að sögn ISW, sérstaklega vegna illa skipulagðrar herkvaðningar og hrakfara rússneska hersins í Úkraínu.
Segir ISW að þessi hópar séu því komnir upp á kant við hver annan.