Reuters skýrir frá þessu.
Mörg hundruð þúsund Rússar hafa flúið land síðan Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 karla úr varaliði hersins. Mesti straumurinn hefur verið til Kasakstan og Georgíu en einnig hafa margir farið til Finnlands en mun færri til Noregs.
Auk þeirra sem hafa flúið land þá eru margir í felum í Rússlandi og reyna að leynast fyrir lögreglunni og hernum eða vonast til að sleppa alveg við að verða kvaddir í herinn.
Sergei Krivenko, lögmaður og leiðtogi hóps lögmanna, sem kalla sig „Borgari. Her. Lög.“ segir að þeir vinni allan sólarhringinn því menn leiti til þeirra allan sólarhringinn, séu örvæntingarfullir og viti ekki hvað sé að gerast.