The Guardian skýrir frá þessu og segir að embættismennirnir hafi sagt að staðan í suðurhluta landsins geti orðið „sífellt óhugnanlegri með hugsanlega enn örvæntingarfyllri rússneska hermenn króaða af við ána Dnipro.
Hvað varðar möguleikann á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu þá segjast sérfræðingarnir ekki hafa séð neitt sem bendir til óvenjulegrar hegðunar Rússa og bentu á að Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, hafi sagt að ekki sé hægt að láta tilfinningar ráða þegar ákvörðun um beitingu kjarnorkuvopna sé tekin.
Sérfræðingarnir sögðu einnig að Úkraínumenn ráði nú ferðinni í stríðinu og sögðust efast um að Rússar hafi metnað og getu til að hefja aftur sókn. Þeir sögðust einnig efast um að herkvaðning 300.000 manna breyti stöðunni vegna þess hversu miklu máli veður, klæðnaður og birgðaflutningar skipta.