Marat Akhmetzhanov, innanríkisráðherra Kasakstan, skýrði frá þessu á mánudaginn að sögn CNN. Hann sagði að af þessum 200.000 Rússum séu 147.000 farnir úr landi.
Tugþúsundir rússneskra karlmanna hafa flúið land til að komast hjá því að verða sendir á vígvöllinn í Úkraínu. Leið margar hefur legið til Kasakstan en þeir þurfa ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. Margir hafa síðan haldið áfram til Asíuríkja og Tyrklands. Einnig hafa margir farið yfir til Georgíu.
Landamæri Kasakstan og Rússlands eru rúmlega 7.000 km löng. Leiðtogar landsins eru nánir bandamenn Rússa en hafa þó verið gagnrýnir í garð Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu.