fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

„Jafngildir því að Pútín undirriti eigið sjálfsvígsbréf“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræði Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, í Úkraínu auka líkurnar á að Rússar grípi til vígvallarkjarnorkuvopna. Vígvallarkjarnorkuvopn eru litlar kjarnorkusprengjur sem eru hannaðar til notkunar á vígvöllum.

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna og sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í samtali við Sky News að Pútín sé nú „í meiri vandræðum en nokkru sinni síðan innrásin hófst“.

Hann sagði að „innlimun“ fjögurra hertekinna svæða í austur- og suðurhluta Úkraínu í kjölfar atkvæðagreiðslna hafi greinilega átt að efla móralinn hjá Rússum að mati Pútíns og koma að gagni við að draga upp ný landamæri að Úkraínu. „En staðreyndin er, að minnsta kosti miðað við heimssýn Pútíns, að nú er barist á „rússnesku landi“ og að rússneska hernum gengur ekki vel. Ég held því að þetta bæti enn á pólitísk vandamál Pútíns innanlands og auki líkurnar á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum,“ sagði hann.

„Af því að barist er á „rússnesku landi“ held ég að Pútín geti talið það ógn við stjórn hans og það gætu verið aðstæður þar sem notkun kjarnorkuvopna verður líklegri en áður,“ sagði hann einnig.

Þegar hann var spurður hvernig Bandaríkin muni bregðast við ef Rússar beita kjarnorkuvopnum, sagði Bolton: „Ég held að það þurfi ekki endilega að vera með kjarnorkuvopnum, en það fer eftir því hvað Rússar gera. En ég held að við getum sagt að það jafngildi því að Vladímír Pútín undirriti eigið sjálfsvígsbréf ef hann heimilar beitingu vígvallarkjarnorkuvopna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin