T-72 skriðdrekar eru frá tíma Sovétríkjanna en þessi hefur verið endurbættur þannig að varnarbúnaður hans hefur verið styrktur og nætursjónaukum hefur verið bætt í hann ásamt fullkomnum fjarskiptabúnaði.
Það var úkraínska sendiráðið í Prag sem hratt söfnuninni af stað á vefsíðunni www.zbraneproukrajinu.cz. Í gær höfðu 11.288 látið fé af hendi rakna að sögn Yevhen Perebyinis, varautanríkisráðherra Úkraínu.
Áfram verður haldið að safna fé og verður það notað til kaupa á skotfærum fyrir úkraínska herinn.