Reuters skýrir frá þessu. Þessi ummæli Peskov koma í kjölfar ummæla Ramzan Kadyrov, leiðtoga Tjétjeníu, um að beita eigi kjarnorkuvopnum í Úkraínu.
Þess utan gagnrýndi hann rússneska herinn fyrir ósigra hans á vígvellinum að undanförnu.
Peskov sagði að Kadyrov megi segja sína skoðun og lagði áherslu á að „tilfinningar eigi ekki að ráða“ þegar kemur að stjórn rússneska hersins. Jafnvel við erfiðustu aðstæður verði að halda tilfinningum utan við ákvarðanatöku.