fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Óttast að Rússar ráðist á Pólland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 08:00

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög litlar líkur á að Rússar sigri í stríðinu í Úkraínu ef marka má það sem Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði í þættinum „State of the Union“ á CNN aðfaranótt mánudags.

Hann sagði að það væri nær útilokað að Rússar geti sigrað í stríðinu.

Rubio á sæti í utanríkismálanefnd þingsins og hann óttast að Rússar muni ráðast á skotfærageymslur í Póllandi þangað sem skotfæri frá ESB og öðrum ríkjum eru send áður en þau eru send áfram til Úkraínu.

„Áhyggjurnar snúast um hvað Pútín er fær um að gera. Ef hann ákveður að vopnasendingar NATO, ESB og Bandaríkjanna til Úkraínu kosti hann sigurinn í Úkraínu tel ég mjög líklegt að hann muni reyna að ráðast á nokkra af þeim stöðum í Póllandi sem vopn eru send til áður en þau eru áframsend til Úkraínu,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að margir hafi áhyggjur af að Pútín beiti kjarnorkuvopnum en sagðist sjálfur óttast mest að Rússar ráðist á landsvæði NATO og hugsanlega einnig flugvöll í Póllandi.

Þegar hann var spurður hvort NATO verði að svara fyrir sig ef þetta gerist sagði hann að það yrði að gera en hver viðbrögðin verði, verði að ráðast af umfangi árásar Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt