fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið vel hjá úkraínska hernum í átökunum við Rússa að undanförnu og enn heldur hann áfram að frelsa landsvæði undan hernámi Rússa. Um helgina var það bærinn Lyman sem Úkraínumenn náðu á sitt vald auka nokkurra þorpa og bæja.

Í gær var tilkynnt að á suðurvígstöðvunum hefði úkraínska hernum tekist að rjúfa varnarlínur Rússa og frelsa bæi og þorp úr klóm Rússa. Vladimir Saldo, sem er leiðtogi Rússa á hernumdu svæðunum í Kherson, sagði í samtali við rússneska ríkissjónvarpsstöð að Úkraínumenn hefðu rofið varnarlínurnar og sótt fram. Hann nefndi meðal annars að þeir hefðu náð Dudchany, sem er við ána Dnipro, á sitt vald.

Úkraínski herinn segir að hann hafi einnig náð Zolota Balka, sem einnig er við Dnipro, úr klóm Rússa.

Meira að segja talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins tjáði sig um þetta og sagði að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa og sækja langt fram. Þetta hafi þeir getað vegna yfirburða þeirra hvað varðar fjölda skriðdreka. Hann sagði einnig að sóknin hafi reynst úkraínska hernum dýrkeypt og hafi hann orðið fyrir miklu mannfalli.

Úkraínumönnum liggur mikið á að ná eins miklu landi úr klóm Rússa og þeir geta fyrir veturinn og áður en nýir rússneskir hermenn, sem hafa verið kvaddir í herinn að undanförnu, koma á vígvöllinn.

Þeir vita vel að 300.000 rússneskir karlmenn hafa verið kvaddir til herþjónustu og því vilja þeir ná eins miklu landi á sitt vald og hægt er áður en þeir koma á vígvöllinn. Einnig er mikilvægt að vera búinn að koma upp góðum varnarlínum fyrir haustið og veturinn, til dæmis við hæðir eða ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!