Forstjóri Landsvirkjunar segir nauðsynlegt að virkja meira til að fara í orkuskiptin hér á landi. Veðja verði á grænar lausnir. Haustfundur fyrirtækisins fór fram í dag.
Fyrrverandi starfsmaður í Digraneskirkju segir deilum í kirkjunni alls ekki lokið þrátt fyrir að biskup hafi vikið séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi fyrir ósæmilega hegðun. Henni hafi verið sagt upp störfum fyrir að standa með þolendum.
Eldflaugaskoti Norður-Kóreumanna yfir Japan hefur verið harðlega gagnrýnt af Vesturveldunum í dag. Leiðtogi Evrópusambandsins segir um skýlaust brot á alþjóðalögum að ræða.
Eðlilegt leikár er loksins farið af stað í Þjóðleikhúsið eftir mörg ár af samkomutakmörkunum. Síðastliðið vor fagnaði starfsfólk leikhússins með því að fara í risafeluleik.
Fréttavaktin er á dagskrá Hringbrautar alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan: