fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur íhugað að láta af störfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 09:00

Hjúkrunarfræðingar við störf í fullum COVID-skrúða. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hafa tveir af hverjum þremur starfandi hjúkrunarfræðingum íhugað af alvöru að láta af störfum. Þetta er niðurstaða nýrrar og viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tæplega 2.000 félagsmenn svöruðu könnuninni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það sem vekur athygli í þessari könnun er að yfir sextíu prósent segjast almennt ánægð í starfi, en samt hafa svo margir hugleitt að láta gott heita,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið.

Hún sagði að fólki sé hlýtt til starfsins en aðstæðurnar séu að buga það.

Könnunin var lögð fyrir 2.080 félagsmenn og svöruðu 1.904. Af þeim sögðust 1.272, eða 66,8%, hafa íhugað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. 632 sögðust ekki hafa íhugað það, eða 33,2%.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund