fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur íhugað að láta af störfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 09:00

Hjúkrunarfræðingar við störf í fullum COVID-skrúða. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tveimur árum hafa tveir af hverjum þremur starfandi hjúkrunarfræðingum íhugað af alvöru að láta af störfum. Þetta er niðurstaða nýrrar og viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tæplega 2.000 félagsmenn svöruðu könnuninni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Það sem vekur athygli í þessari könnun er að yfir sextíu prósent segjast almennt ánægð í starfi, en samt hafa svo margir hugleitt að láta gott heita,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið.

Hún sagði að fólki sé hlýtt til starfsins en aðstæðurnar séu að buga það.

Könnunin var lögð fyrir 2.080 félagsmenn og svöruðu 1.904. Af þeim sögðust 1.272, eða 66,8%, hafa íhugað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. 632 sögðust ekki hafa íhugað það, eða 33,2%.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu