Spiegel skýrir frá þessu og segir að samkvæmt áætluninni, sem verður gengið endanlega frá í Brussel í næstu viku, muni Pólverjar fá fjárframlög frá ESB til að setja upp höfuðstöðvar þjálfunaráætlunarinnar. Hluti af þjálfuninni mun þó fara fram í öðrum ESB-ríkjum.
Blaðið hefur þetta eftir ónefndum heimildarmönnum innan ESB.
Þjóðverjar eru sagðir ætlað að bjóða upp á þjálfun í sérstökum þjálfunarbúðum þar sem líkt er eftir orustum. Einnig munu verkfræðingar, sjúkraflutningsmenn og aðrir sérfræðingar fá þjálfun í Þýskalandi.
Áður hafa bæði Bretar og Danir tekið að sér þjálfun úkraínskra hermanna.