fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Þess vegna sýndi Pútín sig skyndilega með varnarmálaráðherranum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. október 2022 07:00

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti á föstudaginn að herkvaðningunni, sem hann tilkynnti um fyrir nokkrum vikum, sé lokið vakti það töluverða athygli. Eiginlega ekki út af því sem hann sagði, heldur frekar út af því hver var með honum.

Þetta segir bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) en hún fylgist náið með þróun mála í stríðinu í Úkraínu og málum því tengdu.

Það var varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sem birtist á skjám rússneskra sjónvarpsáhorfenda ásamt Pútín. Þetta vakti athygli því Shoigu hefur verið gerður að blóraböggli fyrir hrakförum Rússa í stríðinu og það án þess að Pútín hafi gripið inn í og komið honum til varnar.

„Pútín hefði getað tilkynnt um lok herkvaðningarinnar sjálfur í stað þess að hafa Shoigu með eða á fundi með Shoigu eða falið Shoigu að tilkynna um lok hinnar misheppnuðu herkvaðningar,“ segir ISW.

Segir hugveitan að þetta sé skýrt merki um að Pútín sé farinn að hafa áhyggjur af miklum áhrifum hinna svokölluðu „silovki“ sem eru valdamenn í innsta hring öryggisþjónustunnar og hersins. Þetta viðurnefni er nýlega tilkomið.

ISW segir að þetta eigi ekki síst við um olígarkann Yevgeny Prigozhin sem er eigandi málaliðafyrirtækisins Wagner sem útvegar rússneskum stjórnvöldum málaliða til að annast aðgerðir víða erlendis. Wagner tekur virkan þátt í stríðinu í Úkraínu. ISW hefur áður sagt að Prigozhin virðist nú vera í einstakri stöðu, stöðu sem gerir honum kleift að takast á við einkarétt Pútíns á völdum.

Þetta getur hann því Pútín er háður málaliðum hans og vegna mikilla vinsæla Prigozhin í Rússlandi. Hann er með mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlinum Telegram. ISW segir að hann hafi notað þetta tvennt til að auka völd sín og áhrif, meðal annars með því að gagnrýna Shoigu og varnarmálaráðuneytið beint fyrir hvernig staðið hefur verið að stríðsrekstrinum. Þetta hefur hann að sögn bæði gert opinberlega og í einkasamtölum við Pútín.

ISW telur að Pútín vilji fá Shoigu meira fram í dagsljósið aftur til að mynda ákveðið valdajafnvægi á milli „siloviki“ og hins hefðbunda valdahóps sem Shoigu tilheyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“