Hann sagði ekki nákvæmlega hvar þetta átti sér stað, aðeins að það hafi verið úkraínsk hersveit frá bænum Tjop, sem er í vesturhluta landsins, sem hafi hrundið árásinni.
Hann sagði einnig að „býttisjóður“ Úkraínumanna hafi styrkst við þetta. Hann á þar væntanlega við að Úkraínumönnum hafi tekist að taka rússneska hermenn til fanga. Þá geta þeir síðan notað til að fangaskipta við Rússa.
Hörðustu bardagarnir í Donetsk þessa dagana eru í Bakhmut og Avdijivka. Donetsk er eitt þeirra fjögurra héraða sem Rússar „innlimuðu“ í september.