fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Vörður kærði ökumann fyrir tryggingasvik en tapaði í héraðsdómi og Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. október 2022 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær, föstudag, dóm héraðsdóms frá vorinu 2021 þar sem Verði tryggingavfélagi var gert skylt að greiða ungum manni sem lenti í umferðaróhappi fullar bætur úr slysatryggingu ökumanns. Lögmaður mannsins sem lagði Vörð bæði í Landsrétti og héraðsdómi er Ómar R. Valdimarsson.

Bílslysið varð árið 2017. Forsagan er sú að ungi maðurinn keypti sér laskaðan bíl á 20 þúsund krónur, í því skyni að gera hann upp. Daginn eftir kaupin prufukeyrði hann bílinn í Krýsuvík en svo illa fór að hann velti bílnum og var nokkuð slasaður eftir óhappið. Bíllinn valt á þakið, maðurinn var í bílbelti en loftpúðar blésust ekki út. Eftir slysið fékk maðurinn sting í mjóbakið þegar hann lyfti handleggjunum. Var hann greindur með tognun í brjósthrygg og lendahrygg, auk þess að vera með mar á hendi.

Vörður kærði til lögreglu

Maðurinn taldi sig eiga rétt á bótum úr slysatryggingu ökumanns hjá Verði tryggingum hf. Tryggingafélagið taldi hins vegar að maðurinn hefði velt bílnum viljandi og kærði hann til lögreglu fyrir tryggingasvik. Maðurinn sat því uppi með bæði líkamlega áverka og lögreglukæru. Lögregla rannsakaði málið og felldi það svo niður og taldi ekki um svik að ræða. Þrátt fyrir þetta neitaði Vörður að greiða unga manninum bætur úr tryggingunni og taldi manninn ekki hafa sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir bótaskyldu tjóni.

Vörður hélt sig við þann málflutning að maðurinn hefði velt bílnum viljandi eða af stórkostlegu gáleysi og þar með væri félagið ekki bótaskylt. Gáleysisásökuninni til stuðnings  telur tryggingafélagið vera að bíllinn hafi í raun ekki verið í ökuhæfu ástandi. Það var mat dómsins eftir skoðun gagna og vitnisburðar, meðal annars frá starfsmanni fyrirtækisins sem sá um að draga bílhræið burtu af vettvangi, að slysið hefði ekki verið viljaverk. Segir meðal annars í dómsorði að ekkert liggi fyrir um að ástand bílsins hafi verið slíkt að jafna megi akstri á honum til stórkostlegs gáleysis.

Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að um tryggingasvik hefði verið að ræða og töldu Vörð tryggingafélag vera bótaskylt í málinu. Tryggingafélagið þarf jafnframt að greiða áfrýjunarkostnað vegna reksturs málsins fyrir Landsrétti, 1 milljón króna.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið

Varalesari rýnir í hvað Taylor Swift sagði eftir baulið
Fréttir
Í gær

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“

Donald Trump óvæginn: „Sú eina sem átti verra kvöld en Chiefs var Taylor Swift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“