Nornafingur eru vinsælt hrekkjavökukex og töluvert er um að íslensk bakarí bjóði upp á þá á hrekkjavökunni. Eitthvað hefur handavinnan klikkað hjá íslenskum bakara sem auglýsti nornafingur í vikunni. Til vinstri á myndinni sem fylgir fréttinni er mynd af fingrunum sem hann auglýsti en hægra megin eru nornafingurnir sem voru seldir út úr bakaríinu, samkvæmt frásögn konu í Facebook-hópnum Matartips:
„Þetta minnir mig frekar á aspas,“ segir kona ein sem tekur þátt í umræðum um málið. Önnur segir: „Börn hefðu gert þetta betur, þetta er hræðilegt!“
Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst málið hins vegar mjög fyndið. Fram kemur í umræðunum að búið sé að taka þessa nornafingur úr sölu.