fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Telja að fjöldi fólks með ADHD sé vanmetin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklu fleiri landsmenn eru með ADHD-röskun en greiningar, meðferðir og lyfjagjafir segja til um. Ástæðan er vangreiningar og ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta. Á annað þúsund manns bíða nú greiningar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að biðin geti varað í tvö til þrjú ár.

Þetta kom fram á málþingi ADHD-samtakanna í gær en þar var fjallað um samfélagslegan kostnað af völdum ómeðhöndlaðs ADHD.

Meðal frummælenda var Haraldur Erlendsson, geðlæknir. Hann sagði að vanmat á algengi ADHD megi meðal annars rekja til að ekki sé um eina röskun að ræða heldur blöndu einkenna sem fólk glími við. „Við erum stórlega að vanmeta vandann,“ sagði hann.

Á málþinginu kom fram að vangreining hafi mikinn kostnað í för með sér fyrir samfélagið. Fólk sem fái ekki greiningu og meðferð og síðar lyfjagjöf missi af tækifærum og lífsgæðum. Þetta eigi við um brottfall úr námi og störfum, kulnun í vinnu, hjónaskilnaði og leiði til fíknar, sjálfsvíga, slysa og glæpa.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt