Í Miðborginni féll barn í jörðina og var það flutt á bráðamóttöku. Í Hlíðahverfi datt ökumaður rafhlaupahjóls af því. Hann taldi sig hafa misst stjórn á því vegna ísingar. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Í Garðabæ féll maður niður af þaki húsnæðis sem hann var að vinna við. Hann var fluttur á bráðamóttöku.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt var um innbrot í tvö fyrirtæki í Hlíðahverfi.
Beðið var um aðstoð lögreglunnar á hótel í Hlíðahverfi vegna manns sem var grunaður um þjófnað. Hann var ölvaður og mjög ósáttur við afskipti lögreglunnar og reyndi að hrækja á lögreglumenn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í Grafarvogi var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu þar sem hann var svo ölvaður að hann gat sér enga björg veitt.