fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Slys, slys og slys

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 05:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi haft í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt vegna slysa á varðsvæðinu.

Í Miðborginni féll barn í jörðina og var það flutt á bráðamóttöku. Í Hlíðahverfi datt ökumaður rafhlaupahjóls af því. Hann taldi sig hafa misst stjórn á því vegna ísingar. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Í Garðabæ féll maður niður af þaki húsnæðis sem hann var að vinna við. Hann var fluttur á bráðamóttöku.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.

Tilkynnt var um innbrot í tvö fyrirtæki í Hlíðahverfi.

Beðið var um aðstoð lögreglunnar á hótel í Hlíðahverfi vegna manns sem var grunaður um þjófnað. Hann var ölvaður og mjög ósáttur við afskipti lögreglunnar og reyndi að hrækja á lögreglumenn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Grafarvogi var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu þar sem hann var svo ölvaður að hann gat sér enga björg veitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt