fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Biden segir tal Pútíns um kjarnorkuvopnanotkun í Úkraínu vera hættulegt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 20:00

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddi við NewsNation í gær um orð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um að hann hafi ekki í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Í ræðu, sem Pútín flutti í gær, gerði Pútín lítið úr kjarnorkuvopnaorðaskaki Rússa að undanförnu og sagði þá ekki hafa í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu og hafi aðeins verið að bregðast við „kjarnorkuvopnakúgun“ vestrænna leiðtoga.

„Ef hann hefur þetta ekki í hyggju, af hverju er hann þá alltaf að tala um þetta?“ sagði Biden þegar hann ræddi um ummæli Pútíns.

„Af hverju er hann að tala um getu Rússa til að beita vígvallarkjarnorkuvopnum? Hann hefur nálgast þetta á mjög hættulegan hátt,“ sagði Biden.

Frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu hafa Pútín og rússneskir embættismenn ítrekað sagt að Rússar geti beitt kjarnorkuvopnum til að vernda fullveldi landsins. Á Vesturlöndum hafa þessi ummæli verið túlkuð sem óbeinar hótanir um að kjarnorkuvopnum verði beitt til að vernda þau úkraínsku héruð sem Rússar segjast hafa „innlimað“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin