fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af og ók á lögreglubifreið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 05:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að ökumaður einn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og reyndi að stinga hana af í Grafarvogi. Eftirförin stóð ekki lengi yfir en á þeim stutta tíma sem hún stóð yfir ók ökumaðurinn á lögreglubifreið. Tveir voru í bifreiðinni og voru báðir handteknir og vistaðir í fangageymslu. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Einn var handtekinn í Árbæ vegna húsbrots. Hann var vistaður í fangageymslu.

Afskipti voru höfð af einum einstaklingi í austurhluta borgarinnar en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Í Laugarneshverfi kviknaði í pappakössum í húsi einu. Íbúarnir náðu sjálfir að slökkva eldinn. Lítið tjón hlaust af eldinum.

Nokkrar tilkynningar bárust um minniháttar umferðaróhöpp og þjófnaði úr verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi