fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Mæla með starfsemi margdæmds fjársvikara og kennitöluflakkara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. október 2022 20:00

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lista yfir þjónustuaðila í brunavörnum á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar – HMS – er að finna fyrirtækið Protak ehf, sem sérhæfir sig í brunaþéttingum og hljóðvarnarkerfum. Á vef stofnunarinnar eru þjónustuaðilar taldir upp í stafrófsröð, sjá hér.

Þegar komið er að fyrirtækinu Protak á þessum lista og smellt er á dálkinn „skoða starfsleyfi“ blasir hins vegar bara við tilkynning um að síðan finnist ekki, sjá hér.

 

 

Samkvæmt heimildum DV hefur verið mælt með starfsemi Protak á námskeiðum á vegum HMS. Eigandi Protak ehf, Jón Arnar Pálmason, á að baki langan lista af gjaldþrotum og kennitöluflakki, og í flestum eða öllum tilvikum er um að ræða fyrirtæki í sömu starfsemi, þ.e. brunaþéttingum og hljóðvörnum.

Jón Arnar er margdæmdur fyrir skattsvik og á núna yfir höfði sér dóm vegna stórfelldra skattsvika.

Sjá einnig: Jón Arnar virðist hafa gert skattsvik að lífsstíl

Eins og DV greindi frá fyrr í mánuðinum hefur héraðssaksóknari ákært Jón Arnar Pálmason, sem er 72 ára gamall, fyrir skattsvik í rekstri einkahlutafélagsins K.S.K. 177 ehf. Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en meint skattamisferli Jóns Arnars varðar rekstrarárin 2020 og 2021.

Jón er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattgreiðslum fyrir um 46,5 milljónir króna og ekki staðið skil á opinberum gjöldum fyrir 26,6 milljónir króna. Meint skattsvik nema því yfir 70 milljónum króna. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. október síðastliðinn.

Þetta er engan veginn eina skattsvikamálið sem Jón er bendlaður við. Í frétt Vísis árið 2015 var hann sagður vera „margdæmdur skattsvikari“ en þá var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vanskil á virðisaukaskatti í rekstri félagsins Protak. Nam vangoldinn virðisaukaskattur 15 milljónum króna. Áður hafði hann hlotið skilorðsbundna dóma fyrir skattsvik árin 2011 og 2012.

Skipt ört um kennitölur

Eins og fyrr segir er Jón ákærður fyrir fjársvik í rekstri fyrirtækisins K.S.K. 177 ehf, en það fyrirtæki er núna í slitameðferð, var afskráð fyrr á þessu ári. Það var stofnað árið 2016 og hét þá Protak eld og hljóðvarnir ehf. Á þessu ári var nafni fyrirtækisins breytt í K.S.K. 177 ehf.

Jón lét gjaldþrotið ekki á sig fá og stofnaði þegar í stað Protak ehf sem er í starfsemi núna og HMS mælir með á vef sínum. Árið 2009 rak Jón fyrirtæki með nákvæmlega sama nafni en í upphafsstöfum: PROTAK ehf. Eftir því sem DV er kunnugt um er fyrirtækjalisti Jóns eftirfarandi:

2008 Jóntak ehf

2009 PROTAK ehf

2011 Ideal fasteignir ehf

2012 Protak verktakar ehf

2016 Protak eld og hljóðvarnir ehf  breyttist í K.S.K 177 á þessu ári

2022 Protak ehf

Öll þessi fyrirtæki eru farin í þrot og afskráð nema Protak ehf, sem stofnað var á þessu ári, beint í kjölfar gjaldþrots K.S.K. 177.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg