Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir að með tímanlegu uppgjöri Íbúðalánasjóðs sé mögulegt að koma í veg fyrir sjálfkrafa tap lífeyrissjóðanna þar sem þeir fái tækifæri til að ná fram viðunandi ávöxtun á þá fjármuni sem kæmu til við uppgjörið.
Ný forysta verður kjörin í Samfylkingunni á landsfundi sem hefst á morgun. Við ræðum við varaformannskandítat og fyrrverandi varaformann flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarsson er sagður íhuga mótframboð gegn Bjarna Benediktssyni á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir viku.
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir að mikil áhersla sé nú lögð á að bæta eineltismál í grunnskólum í bænum og að samfélagið allt þurfi að grípa inn í. Opinn fundur var haldinn í gærkvöld um málið.
Finnskar félagsmiðstöðvar standa framarlega í málefnum ungmenn og segja það hafa sýnt sig að starfsemi þeirra er mjög mikilvæg fyrir samfélagið. Starfsmenn félagsmiðstöðva á Suðurnesjum heimsóttu finnska starfsbræður sína.