fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fjórðungur barna og ungmenna upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. október 2022 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpur fjórðungur barna og ungmenna, eða 23 prósent,  á aldrinum 9-18 ára hafa upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum síðustu 12 mánuði.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um auglýsingalæsi og upplifun barna og ungmenna á netinu.

Strákar eru líklegri til að segjast hafa upplifað einelti en stelpur. Á miðstigi skóla, 4.- 7. bekk hafa 24 prósent stráka og 15 prósent stelpna upplifað slíkt. Um einn af hverjum fjórum strákum á unglinga- eða framhaldsskólastigi hefur fengið hótanir einu sinni eða oftar á netinu og svipað hlutfall stelpna á sama aldri hefur upplifað útilokanir frá hópum á netinu.

Stúlkur eru líklegri en strákar til að hafa upplifað að myndir væru birtar af þeim sem olli þeim vanlíðan eða reiði. Í grunnskóla voru slíkar myndbirtingar rúmlega tvöfalt líklegri á unglingastigi en á miðstigi.

Börnin og ungmennin í rannsókninni voru einnig spurð hvort foreldrar þeirra deili af þeim myndum á samfélagsmiðlum. Foreldrar stúlkna voru líklegri til að deila myndum af þeim en foreldrar stráka og fjórir af hverjum tíu nemendum í grunnskóla segja foreldra sína biðja um leyfi fyrir myndbirtingunni en í framhaldsskóla er hlutfallið þrír af hverjum tíu foreldrum.

Um 17 prósent barna og ungmenna á aldrinum 9-18 eru ósátt við mynddeilingar foreldra sinna af þeim eða þykja þær vandræðalegar en hlutfallið er hæst meðal stúlkna í unglingadeild grunnskóla, 8.-10. bekk.

Framkvæmd könnunarinnar var rafræn með úrtaki skólanemenda á aldrinum 9-18 ára og náði til 5.911 nemenda. Þar af 4.802 grunnskólanemendur í 4. – 10. bekk og 1.109 framhaldskólanemendur.

Hér má lesa niðurstöðurnar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“