fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fjölgun ferðamanna skapar nýja hættu ef eldgos verða með skömmum fyrirvara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 08:00

Frá eldgosinu í Merardölum. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður að horfast í augu við það að túrisminn hefur valdið því að erfiðara er að vera viss um að fólk sé ekki á röngum stað þegar gos hefst.“

Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.

Að undanförnu hefur gosið tvisvar á suðvesturhorninu og margar virkar eldstöðvar eru komnar á tíma.

Aðspurður sagði Magnús að þau eldgos sem séu líklegust til að valda mestu tjóni séu Kötlugos eða stórt gos á Grímsvatnasvæðinu. Slík gos geti eyðilagt brýr og stóra vegarkafla og hraungos á Reykjanesskaga geti skemmt innviði. Slíkt geti gerst og muni sjálfsagt gerast á næstu áratugum eða árhundruðum.

Hann sagði einnig að ef stór gos verði með miklu hrauni og gasi geti þurft að rýma svæði. „Við getum ekki lokað augum fyrir því að þetta er möguleiki. En það er ekkert svona sem blasir við að sé yfirvofandi,“ sagði hann.

En eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi eru meiri líkur á að fólk sé nærri eldstöðvum þegar gos hefst, til dæmis við Heklu, Kötlu og Öskju. „Áður fyrr var aldrei neinn uppi við Heklu þegar hún gaus. Í dag er fullt af fólki að ganga á Heklu á góðviðrisdögum,“ sagði Magnús.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi