fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Fjölgun ferðamanna skapar nýja hættu ef eldgos verða með skömmum fyrirvara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 08:00

Frá eldgosinu í Merardölum. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður að horfast í augu við það að túrisminn hefur valdið því að erfiðara er að vera viss um að fólk sé ekki á röngum stað þegar gos hefst.“

Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.

Að undanförnu hefur gosið tvisvar á suðvesturhorninu og margar virkar eldstöðvar eru komnar á tíma.

Aðspurður sagði Magnús að þau eldgos sem séu líklegust til að valda mestu tjóni séu Kötlugos eða stórt gos á Grímsvatnasvæðinu. Slík gos geti eyðilagt brýr og stóra vegarkafla og hraungos á Reykjanesskaga geti skemmt innviði. Slíkt geti gerst og muni sjálfsagt gerast á næstu áratugum eða árhundruðum.

Hann sagði einnig að ef stór gos verði með miklu hrauni og gasi geti þurft að rýma svæði. „Við getum ekki lokað augum fyrir því að þetta er möguleiki. En það er ekkert svona sem blasir við að sé yfirvofandi,“ sagði hann.

En eftir því sem ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi eru meiri líkur á að fólk sé nærri eldstöðvum þegar gos hefst, til dæmis við Heklu, Kötlu og Öskju. „Áður fyrr var aldrei neinn uppi við Heklu þegar hún gaus. Í dag er fullt af fólki að ganga á Heklu á góðviðrisdögum,“ sagði Magnús.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!