fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínumenn skýra frá „ótrúlega háum“ tölum um mannfall Rússa – Ekki alveg óraunhæfar segir sérfræðingur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 08:00

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtu úkraínsk stjórnvöld nýjar tölur yfir tap Rússa í stríðinu. Samkvæmt þeim hafa 68.420 rússneskir hermenn fallið í stríðinu. Ef þessar tölur eru réttar, þá þýðir það að mannfallið fram að þessu er fimm sinnum hærra en opinberar tölur um mannfall sovéska hersins í Afganistan frá 1979 til 1989.

Þessar tölur Úkraínumanna hafa ekki verið staðfestar. Rússnesk yfirvöld halda upplýsingum um mannfall rússneska hersins þétt að sér.

En tölur Úkraínumanna eru „líklega raunhæfari en flestir trúa“ sagði Jacob Kaarsboo, sérfræðingur hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, í samtali við TV2.

Hann sagði að tölurnar séu líklega of háar en séu þó ekki langt frá markinu. „Mitt mat er að maður getur líklega dregið 25% frá tölum Úkraínumanna,“ sagði hann og bætti við að þótt þessi 25% séu dregin frá, þá séu tölurnar „rosalega háar“.

Í upphafi stríðsins var mannfallið hjá úkraínska hernum mjög mikið en á síðustu vikum hefur þetta snúist við og nú er það úkraínski herinn sem er með vind í seglin og stýrir gangi mála á vígvellinum.

Sérfræðingar telja að mannfall úkraínska hersins í dag sé um einn þriðji af mannfalli rússneska hersins.

Til viðbótar þeim 68.420 rússnesku hermönnum, sem Úkraínumenn segja að hafa fallið, verður að bæta við særðum hermönnum, þeim sem hafa lagt á flótta og þeim sem hafa verið handsamaðir af Úkraínumönnum. Kaarsbo sagði að reikna megi með að þessi tala sé að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri en tölur um mannfall.

Samkvæmt opinberum rússneskum tölum hafa tæplega 6.000 rússneskir hermenn fallið í stríðinu en Moscow Times hefur eftir heimildarmönnum í Kreml að allt að 90.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst eða sé saknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“