fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Skelfilegt einelti gegn 12 ára dreng í Breiðholti – Lögregla kölluð á vettvang á laugardagskvöldið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. október 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið laugardagskvöld komu fimm drengir á aldrinum 12-13 ára að heimili 12 ára drengs í Breiðholti, spurðu eftir honum og hvort hann vildi koma út. Þeir voru með svartar lambúshettur fyrir andlitinu (balaclava) og létu ófriðlega. Myndband sem sýnir drengina með svartar lamhúshettur, hafandi í frammi ógnandi tilburði, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sömu drengir höfðu auk þess verið að senda syni fólksins ofbeldisfull, klámfengin og níðingsleg textaskilaboð dagana á undan – raunar hefur slíkt áreiti gegn drengnum staðið yfir með hléum í um það bil tvö ár.

Drengurinn sem er að verða fyrir þessu ofbeldi er pólskur. Foreldrar hans hittu DV að máli og með í för var vinur þeirra, einnig pólskur, sem talar betri íslensku en þau. Túlkaði hann fyrir hjónin og blaðamann en vinurinn þekkir mjög vel til málsins og var staddur á heimili fjölskyldunnar þegar innrás drengjanna átti sér stað.

Hringt var á lögreglu vegna framferðis lambhúsettuklæddu drengjanna á laugardagskvöldið, komu lögreglumenn á vettvang og ræddu við drengina. Þeir neituðu því að hafa ætlað að beita drenginn ofbeldi þrátt fyrir hina ógnandi tilburði þeirra sem (sem endurspeglast líka í áðurnefndu myndbandi sem er í dreifingu) og þrátt fyrir að hafa verið að senda honum ofbeldisfull skilaboð í aðdraganda heimsóknarinnar. „Þeir voru hver með sína skýringu á því hvers vegna þeir voru staddir þarna,“ segir móðir drengsins. „Einn sagðist hafa komið til að biðja hann afsökunar, annar til að bjóða honum út í fótbolta, einn sagðist bara hafa komið til að heilsa upp á hann og einn sagðist ekki vita hvað hann var að gera þarna.“

Fólkið segir lögreglu hafa lýst miklu ráðaleysi. „Lögreglan sagði: Þetta eru börn, við getum ekki gert neitt,“ segir fjölskylduvinurinn. Móðirin bendir á að lögreglumaður hefði sagt þeim að átta af hverjum tíu tilkynningum til lögreglu undanfarið vörðuðu ofbeldi barna gegn börnum. Lögreglan sagði einnig að hér væri foreldravandamál á ferðinni og dró í efa réttmæti þess að hringja á lögreglu.

Faðir drengsins bendir á að það sé vandamál að börn sem beita ofbeldi þurfi ekki að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Börn verða ekki sakhæf við 15 ára aldur en finna þurfi aðrar leiðir til að fá þau til að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

„Börn vita að þeim verður ekki refsað fyrir svona lagað og þau vita líka að foreldrar þolenda mega ekki gera neitt við þau,“ segir faðirinn. Segir fólkið kannast við mörg dæmi þess að eineltisgerendur ögri kennurum og foreldrum eineltisþolenda á þessum forsendum, segi að þau megi ekki gera neitt við sig. Segja þau það vera mikið vandamál að sum börn geri það sem þeim sýnist því þau viti að þeim verði ekki refsað fyrir það.

Fólkið hefur stofnað opinn Facebook-hóp sem ber yfirskriftina „STOP Bullying !! Iceland“ og hvetja þau alla foreldra til að kynna sér hann. Þar má skrifa innlegg á íslensku, pólsku eða ensku og allir eru velkomnir. Segir fólkið afar brýnt að vekja foreldra til vitundar um einelti og ofbeldi barna og hvetja þau foreldra eindregið til að ganga í hópinn og taka þátt í baráttu gegn einelti.

Andlegt og líkamlegt ofbeldi

Aðspurð segja foreldrarnir og fjölskylduvinurinn að drengurinn hafi verið beittur margskonar ofbeldi, andlegu og líkamlegu. Andlega ofbeldið er meðal annars rafrænt. Móðirin segir að ofbeldið sé mest andlegt og lýsi sér í rafrænum skilaboðum en hann sé einnig beittur líkamlegu ofbeldi. Segir faðirinn að honum sé til dæmis oft hrint og hann hafi bæði tekið tekinn hálstaki og kyrkingartökum. Andlega ofbeldið sé samt fyrirferðarmest og lýsir sér í hótunum og svívirðingum í garð fjölskyldu drengsins.

Skólinn stígur inn í málið

Aðspurður sagði fjölskylduvinurinn að skólinn hafi nú stigið inn í málið og var fólkið nýkomið af fundi með skólanum þegar það hitti DV að máli í dag. „Við erum loksins að sjá dálítið ljós núna,“ segir fjölskylduvinurinn.

DV spyr hvað ofbeldið hafi staðið lengi yfir og segir móðirin að það hafi byrjað fyrir um tveimur árum. Það hafi hins vegar orðið hlé á því í einhvern tíma eftir að skólinn beitti sér. Það hafi síðan byrjað aftur og stigmagnast. Ofbeldisgerendurnir eru á aldrinum 12 til 16 ára en flestir eru 12-13 ára.

Undanfarna daga, eða allt frá innrásartilrauninni á laugardagskvöld, hefur drengurinn verið í friði. Forsprakki ofbeldisins hefur sent honum skilaboð þar sem hann biður hann afsökunar. Móðirin segir hins vegar að sonur hennar hafi ekki svarað skilaboðunum og hann vilji ekki hitta drenginn. Hann sé síhræddur og upplifi sig ekki einu sinni öruggan heima hjá sér.

Fólkið telur ofbeldi meðal íslenskra barna vera mjög útbreitt og einelti gífurlegt vandamál. Móðirin segist hafa sýnt systurdóttur sinni myndbandið með hinum ógnandi tilburðum drengjanna á laugardagskvöldið og kom myndbandið þeirri stúlku ekki á óvart. Segist hún kannast vel við svona tilburði. Átta ára stúlku í fjölskyldunni var sýnd mynd sem sýnir nokkur börn veitast að einu barni og sagði stúlkan oft hafa séð slíkt.

Kalla eftir því að foreldrar vakni til vitundar

Fjölskylduvinurinn segir að foreldrar verði að ræða um einelti og ofbeldi við börnin sín. „Þau þurfa að taka upp þessa umræðu við börnin og spyrja þau meira. Foreldrar vita oft ekki hvað börnin þeirra eru að gera né hvað þau verða vitni að. Þessi börn eiga eftir að verða fullorðin og þá eiga vandamálin eftir að halda áfram og jafnvel stækka, bæði hjá gerendum og þolendum. Svona getur endað með því að einhver deyr, einhver drepur einhvern, eða einhver tekur eigið líf. Það hefur líka gerst, eins og við vitum.“

Við minnum aftur á opna Facebook-hópinn „STOP Bullying !! Iceland“ og hvetjum fólk til að kynna sér hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?