Þeir spurðu Olevich hvað honum fyndist um þessar fullyrðingar ráðamanna. Svar hans var líklega ekki í takt við það sem þeir bjuggust við.
„Svona lítur þetta nokkurn veginn út. Rússland setti sérstaka hernaðaraðgerð í gang. Við vanmátum styrk andstæðingsins og nú höfum við ekki getað sigrað í átta mánuði í röð,“ sagði hann og bætti við: „Á sama tíma kvörtum við yfir að lönd, sem að sögn vill eyðileggja okkur og trúir ekki á okkur, hlusti ekki á okkur og styðji okkur ekki.“
Bandaríska blaðakonan Jula Davis deildi upptöku af þessu á Twitter en hún rekur bloggið Russian Media Monitor þar sem hún fylgist náið með rússneskum fjölmiðlum.
Meanwhile in Russia: TV hosts clearly regretted the moment they asked an expert for his opinion regarding the Kremlin's allegations of a so-called "dirty bomb" Ukraine is supposedly planning to detonate. pic.twitter.com/b725cJA2W2
— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 25, 2022