Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins.
Segir ráðuneytið að þetta sýni þann vanda sem Rússar glíma við í lofti því þeir hafa ekki náð að tryggja sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu en flestir áttu von á að það tækist þeim á fyrstu dögum stríðsins.
Ráðuneytið segir að líklega megi rekja tap margra þyrlna til þess að rússneskir herforingjar beiti þyrlum í vaxandi mæli til að styðja við hersveitir í fremstu víglínu. Þar með séu þær í meiri hættu á að verða skotnar niður.