fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Pólverjar íhuga að reisa múr á landamærunum að Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 20:00

Hluti af girðingunni á milli Póllands og Hvíta-Rússlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjar íhuga nú að reisa múr á landamærunum að Rússlandi til að koma í veg fyrir að förufólk og flóttafólk frá Afríku og Asíu komist til landsins frá Rússlandi. Telja pólsk yfirvöld að Rússar geti gripið til þess ráðs að beina förufólki og flóttafólki til Póllands og væri það liður í blendningshernaði þeirra gegn Vesturlöndum. Múrinn, eða girðingin, yrði um 200 km langur og búinn hreyfiskynjurum og myndavélum. Rússar segja „heimsku“ að reisa slíkan múr.

Sky News skýrir frá þessu og segir að samhliða vaxandi spennu vegna stríðsins í Úkraínu óttist Pólverjar að atburðirnir frá 2021 endurtaki sig en þá reyndu mörg þúsund manns frá Afríku og Miðausturlöndum að komast til Póllands frá Hvíta-Rússlandi. Nokkrir létust þegar þeir reyndu að komast yfir landamærin sem Pólverjar vörðu af hörku. Fáum dylst að stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi stóðu á bak við straum fólksins að landamærunum.

Sky News segir að Krzysztof Sobolewski, pólskur embættismaður og aðalritari stjórnarflokksins Lög og regla, segi að nú sé verið að íhuga að reisa múr á landamærunum að Kalíningrad eins og gert var á landamærunum að Hvíta-Rússlandi.

Kaliningrad hefur opnað á komur flugvéla frá Miðausturlöndum og Asíu, að sögn til að reyna að lokka fleiri ferðamenn til héraðsins. Það er rússneskt en aðskilið frá meginlandi Rússlands.

Dmitry Peskov, talsmaður ráðamanna í Kreml, sagði hugmyndina um að reisa múr á landamærum Póllands og Kaliningrad vera „heimskulega“. „Sagan sannar að það eru alltaf heimskulegar ákvarðanir að reisa múr, því eftir ár eða áratugi hrynja allir múrar,“ sagði hann.

Pólverjar reistu 5,5 metra háa stálgirðingu á landamærunum að Hvíta-Rússlandi eftir atburðina þar 2021. Hún er búin hreyfiskynjurum og myndavélum og er um 187 km að lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt