Mun fleiri Íslendingar upplifa hatursorðræðu á samfélagsmiðlum hér á landi en í Noregi. Forsætisráðherra boðar þingsályktunartillögu gegn hatursorðræðu.
Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir lífeyrissjóðina líta útspil fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar, um mögulega slitameðferð Íbúðalánasjóðs til að draga úr skuldbindingum ríkissjóðs, mjög alvarlegum augum.
Brynja Hjálmsdóttir skáld hlaut í gær Hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu
Það skiptir máli hvernig við tölum um annað fólk fyrir framan börnin okkar, segir Ellen Calmon hjá Barnaheillum. Barnaheill eru með alls kyns námskeið til að stemma stigu við einelti.
Fréttavaktin heimsækir svo verslun í Ólafsfirði sem handverkskonur reka af fádæma dugnaði og bjartsýni.