Að minnsta kosti var Anton Krasovsky sendur heim á sunnudaginn en hann hefur starfað hjá ríkissjónvarpsstöðinni RT. Margarita Simonjan, sjónvarpsstjóri, skrifaði á Twitter að hún hafi rekið Kraskovsky vegna „viðbjóðslegra“ ummæla hans og bætti við að enginn hjá RT sé sömu skoðunar og hann.
Ástæðu brottrekstursins er að finna í síðustu viku. Þá fékk Krasovsky rithöfundinn Sergei Lukyanenko í þátt sinn. Lukyanenko sagði þá frá fyrstu heimsókn sinni til Úkraínu á níunda áratugnum. Hann sagðist hafa hitt úkraínsk börn sem hafi talið að líf þeirra yrði betra ef Rússar hefðu ekki hernumið landið þeirra en Úkraína var þá hluti af Sovétríkjunum.
Þessi orð Lukyanenko fengu Krasovsky til að ávarpa áhorfendur beint og segja að svona börnum ætti „að henda beint í straumharða á“. „Það hefði átt að drekkja þeim í Tysyna-ánni, einmitt þar sem ungarnir synda. Bara drekkja þessum börnum. Drekkja þeim,“ sagði hann og bætti við að annar valmöguleiki væri að setja börnin inn í kofa og brenna þau lifandi.
Broti úr þættinum hefur verið dreift mikið á samfélagsmiðlum. Í þessu broti heyrist Krasovsky hlæja að fréttum um að rússneskir hermenn nauðgi eldri úkraínskum konum.
Ummæli hans hafa verið fordæmd í Úkraínu og á Vesturlöndum og kynt undir þær fullyrðingar að Rússar vilji útrýma Úkraínumönnum sem þjóð.
Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v
— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022