fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Jakob Bjarnar gagnrýnir gagnrýnendur Bubba – „Afsakið en vá hvað þetta er eitthvað níðangurslegt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. október 2022 10:06

Til vinstri: Jakob Bjarnar - Mynd/Valli. Til hægri: Bubbi Morthens - Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sverrisson, lögmaður tónlistarmannsins Bubba Morthens og Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music, funduðu með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og kröfðust þess að því yrði svarað hvers vegna nýlegt lag sem Bubbi gaf út með tónlistarmanninum Auði hafi varla heyrst á Rás 2. Frá þessu greindi Vísir í gær en málið vakti töluverða athygli.

Tárin falla hægt er lagið sem um ræðir en það hefur setið á toppi íslenska vinsældarlistans á Spotify síðan það kom út. Lögmaður Bubba og Sölvi furðuðu sig á því að lag sem nýtur svo mikilla vinsælda á Spotify fái ekki sambærilega spilun á Rás 2. Samkvæmt heimildum Vísis vildu Einar og Sölvi fá svör við því hvort ástæðuna fyrir þessari spilun mætti rekja Atla Más Steinarssonar dagskrárgerðarmanns á Ríkisútvarpsinu en Atli hefur opinberlega gagnrýnt Bubba fyrir að vinna með Auði.

Matthías Már Magnússon, dagskrárstjóri Rásar 2, hafnaði því þó að Atli Már bæri ábyrgð á dræmri spilun landsins á stöðinni. Matthías sagði að stöðin spili fleiri titla sjaldnar, taktík Rásar 2 sé að spila frekar mörg lög en fá.

Þá sagði Matthías að Atli Már væri ekki í tónlistarráði Rásar 2, sem sér um að velja þá tónlist sem þar er spiluð. „Það er vissulega rétt að hann kom að máli við mig áður en lagið kom út og hafði sínar skoðanir á því. En hann sagði líka, í viðurvist vitnis, að hann væri líklega vanhæfur til að tjá sig um það.“

„Afsakið en vá hvað þetta er eitthvað níðangurslegt“

Fréttir af þessu öllu saman ollu miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum, sérstaklega á Twitter, en þar fékk Bubbi sjálfur yfir sig mestu gagnrýnina. Í gærkvöldi lokaði Bubbi reikningi sínum á Twitter en hann hafði þá um daginn verið merktur í fjölmörgum færslum þar sem þessi fundur var gagnrýndur. Hvort áreitið hafi valdið því að Bubbi lokaði reikningi sínum eða ekki skal þó ósagt látið.

Jakob Bjarnar Grétarsson, fréttamaður á Vísi og sá sem skrifaði upprunalegu greinina um málið, hefur nú tjáð sig um þetta fjaðrafok sem orsakaðist vegna fréttarinnar. Í færslu sem Jakob birtir á Facebook-síðu sinni í dag gagnrýnir hann þau sem hjóluðu í Bubba í gær.

Færslu Jakobs í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?