fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Heimsmeistarinn styður aðgerðir Carlsen – „Þetta var tifandi tímasprengja“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 15:15

Wesley So og Magnus Carrlsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski ofurstórmeistarinn Wesley So, heimsmeistari í Fischer-slembiskák, segist styðja aðgerðir Magnus Carlsen, heimsmeistara í klassískri skák, og þá herör sem Norðmaðurinn hefur skorið upp gegn svindli í skák. Eins og frægt er hefur Carlsen ýjað að víðtæku svindli bandaríska stórmeistarans Hans Niemann sem hefur orðið til þess að sá bandaríski hefur kært Norðmanninn ásamt hópi annarra aðila og krafist milljarða í skaðabætur.

Margir af sterkustu skákmönnum heims eru staddir hérlendis til að freista þess að hirða heimsmeistaratitilinn í Fischer-slembiskák af So en þar á meðal Carlsen sjálfur. Hingað til hafa fremstu skákmeistarar heims haldið sig nokkuð til hlés í fjölmiðlastorminum sem hefur skapast vegna svindlhneykslisins ef undan er skilinn bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura enda var hann einnig í hópi þeirra sem Niemann kærði.

Sjá einnig: Skáksamfélagið nötrar:Heimsmeistarinn Carlsen hætti í miðju móti og hávær orðrómur um svindl

So lýsti yfir stuðningi við Carlsen í viðtali á RÚV í gærkvöldi þar sem að farið var yfir fyrsta keppnisdag heimsmeistaramótsins.

„Í fyrsta lagi langar mig til þess að taka hattinn ofan fyrir Magnúsi Carlsen fyrir að hafa opnað á umræðuna. Hans [Niemann] er með slæmt orðspor í nettaflmennsku ,“ sagði So. Hann sagði hingað til hefði enginn á hæsta stigi skáklistarinnar verið gripinn glóðvolgur við svindl í raunheimum en einhverjir lægju þó undir grun um slíkt athæfi.

„Magnús hefur sterkar skoðanir á þessu og þessvegna greip hann til þess aðgerða. Mig langar til að fagna þeirri ákvörðun hans því að það hefur orðið til þess að skipuleggjendur skákmóta taka öryggisatriðin fastari tökum en áður. Ef hann hefði haldið áfram í mótinu og kvartað bak við tjöldin þá hefði ekkert breyst,“ sagði So.

Sjá einnig: Niemann blæs til málsóknar gegn heimsmeistaranum Carlsen – Vill fá 14 milljarða í skaðabætur

Páll Magnússon, þáttastjórnandi, spurði þá So hvort að hann styddi sumsé aðgerðir Magnúsar. „Já, ég geri það. Ég hef hinsvegar ekki enn skrifað neitt á netinu um málið því ég vildi ekki fá á mig kæru,“ sagði So og hló.

Horfa má á viðtalið við So á heimasíðu RÚV. Það hefst á mínútu 5:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því
Fréttir
Í gær

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“
Fréttir
Í gær

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent