Hún hvatti fólk til að halda sig erlendis fram á vor. „Ég vil biðja þá (flóttamenn, innsk. blaðamanns) um að koma ekki heim. Við verðum að komast í gegnum veturinn“, sagði hún í sjónvarpsviðtali að sögn Sky News.
Stjórnvöld í Kyiv segja að Rússar hafi skemmt allt að 40% raforkukerfisins með flugskeytaárásum að undanförnu. Hafa landsmenn verið varaðir við rafmagnsleysi í daga eða vikur vegna þess.